ForsÝ­a arrow FrÚttir arrow Hjartadagshlaupi­ og Hjartagangan 2011
Hjartadagshlaupi­ og Hjartagangan 2011

hd.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í tilefni af Alþjóðlegum hjartadegi verður Hjartadagshlaupið ræst í fimmta skiptið sunnudaginn 25. september á Kópavogsvelli klukkan 10:00. Samtökin Hjartavernd, Hjartaheill, Neistinn og Heilaheill standa saman að Alþjóðlegum hjartadegi. 

Klukkan 10:30 verður einnig hægt að taka þátt í hressilegri göngu um Kópavogsdal undir leiðsögn, gert er ráð fyrir að ganga um það bil 3 km.  Allir sem taka þátt í viðburðum dagsins hvort sem er göngunni eða hlaupinu er boðið í sund í Sundlaugar Kópavogs auk þess sem boðið verður upp á ávexti og orkustangir á staðnum.

Ræst er í hlaupið við Kópavogsvöll. Hlaupið er í vestur að Hafnafjarðavegi eftir göngustíg. Farið er undir Hafnafjarðarveg og hlaupið í norður meðfram Kópavogstúni. Hlaupið er eftir stíg sem tekur beygju í vestur og hlaupið framhjá gamla Kópavogshælinu. Þar er hlaupið inn á Kópavogsbarð, beygt niður Urðabraut og til vesturs Mánabraut. Hlaupið er síðan niður Suðurvör og til austurs Sunnubraut meðfram sjó. Hlaupið er eftir göngustíg til baka í átt að Hafnafjarðarvegi og undir hann og áfram á göngustíg inn að Digraneskirkju. Þar tekur hlaupaleiðin U-beygju áfram göngustíga og beygir upp á Dalsmára við leikvöll. Hlaupið er í vestur í átt að Kópavogsvelli. Af Dalsmáranum  er hlaupið niður að hliði Kópavogsvallar meðfram Sporthúsinu og endar hlaupið við stúku á hlaupabraut Kópavogsvallar. Tími verður mældur í 5 og 10 km hlaupi.

Úrslit birt eftir aldursflokkum í karla- og kvennaflokki, á vef Hjartaverndar og á hlaup.is  

  • 16 ára og yngri
  • 17-39 ára
  • 40 ára og eldri

Verðlaun og viðurkenningar

Allir sem ljúka hlaupi fá þátttökuviðurkenningu frá Hjartavernd. Veitt verða vegleg verðlaun fyrir fyrsta karl og konu í 5 og 10 km hlaupi. Einnig verða veitt vegleg úrdráttarverðlaun. Verðlaunaafhending fer fram strax að hlaupi loknu. Ekkert skráningargjald. 

Skráning 

Hlauparar geta forskráð sig á hlaup.is . Þetta er til mikilla þæginda fyrir hlaupara, sem þurfa þá bara að fá afhent númer þegar þeir mæta í hlaup. Skráning verður einnig á staðnum, frá kl. 9:00 þann 25. september.

 Kort af leiðinni:

leidin.jpg

 

 

21/09/11