ForsÝ­a arrow FrÚttir arrow Hjartaßf÷ll, ßhŠttu■Šttir og forvarnir, VÝsindavaka RannÝs
Hjartaßf÷ll, ßhŠttu■Šttir og forvarnir, VÝsindavaka RannÝs
Vísindavaka er árlegur viðburður þar sem almenningi gefst kostur á að hitta vísindamenn sem stunda rannsóknir í hinum ýmsu vísindagreinum og kynnast viðfangsefnum þeirra. Öll fjölskyldan finnur eitthvað við sitt hæfi á Vísindavöku, en hún er haldin samtímis um alla Evrópu á Degi evrópska vísindamannsins, sem er síðasta föstudag í september. RANNÍS stendur fyrir Vísindavöku á Íslandi. föstudaginn 23. september frá 17-22 í Háskólabíói og mun Hjartavernd nú sem endra nær vera með veglegt framlag á Vísindavökunni.


Nánar um framlag Hjartaverndar:
Segulómun af hjarta er öflug aðferð  til að meta starfsemi hjartans og er ætlunin að sýna segulómmyndir af hjörtum tveggja einstaklinga; annar hefur fengið hjartaáfall en hinn ekki. Á myndunum má glögglega sjá  mun í samdráttareiginleika hjartavöðva  þessara tveggja einstaklinga. Sýnt verður hvernig segulómmyndirnar eru notaðar til að mæla afkastagetu hjartans með útreikningum á útfallsbroti sem er hlutfall þess blóðs sem dælt er úr slegli hjartans í hverjum hjartslætti. Hjartaáfall vegna kransæðastíflu leiðir venjulega til lækkaðs útfallsbrots. Það er því mikils að vinna að koma í veg fyrir hjartaáföll, á öllum aldri en ekki síst á efri árum þar sem spá Hagstofu Íslands sýnir aukningu á fjölda fólks eldri ern 70 ára á næstu áratugum. Hjartavernd hefur unnið að forvörnum í tæp 50 ár og sýndar verða aðferðir sem Hjartavernd notar til að reikna út líkur á að fá hjartaáfall og hverjir eru helstu fyrirbyggjandi þættirnir sem Hjartavernd leggur áherslu á að fólk tileinki sér. Fólki gefst tækifæri til að skoða samspil helstu áhættuþátta í Áhættureikni Hjartaverndar.

 

21/09/11