ForsÝ­a arrow FrÚttir arrow Herfer­ gegn reykingum
Herfer­ gegn reykingum

Evrópusambandið hóf í dag mikla herferð gegn reykingum og er henni aðallega ætlað að ná til ungs fólks. Markos Kyprianou, sem fer með heilbrigðismál í framkvæmdastjórn ESB, sagðist vona að reglur um reykingabann verði hertar í aðildarríkjum sambandsins innan skamms. Áætlað er að herferðin kosti jafnvirði um 6 milljarða króna.

Kyprianou sagði að herferðin tengdist öðrum aðgerðum Evrópusambandsins gegn reykingum. Sagði hann að 650 þúsund manns í 25 aðildarríkjum ESB létust árlega úr sjúkdómum sem rekja mætti til reykinga og kostnaður sem félli á heilbrigðiskerfi ríkjanna vegna reykinga væri jafnvirði 8 þúsund milljarða króna á ári.

Frétt á mbl.is