Forsíđa arrow Fréttir arrow Gagnsemi frjálsra félagasamtaka - málţing
Gagnsemi frjálsra félagasamtaka - málţing

Á þriðjudaginn 12. febrúar halda Almannaheill og Fræðasetur þriðja geirans málþing um gagnsemi frjálsra félagasamtaka. Málþingið verður haldið í Háskólanum í Reykjavík og hefst kl. 12:15 og stendur til 13:45. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.

Ragna Árnadóttir formaður opnað þingið og segir frá gerð lagafrumvarps um frjáls félagasamtök þar sem unnið er að því að tilvist félaga sem vinna án hagnaðarvonar í þágu almennings verði viðurkennd og framlag þeirra til íslensks samfélags metið á sýnilegan hátt.
Þrjú erindi verða flutt og eftir hvert þeirra eru gefnar 5 mínútur til spurninga og umræðna.
Áhrif félagsstarfs á heilsufar
Una María Óskarsdóttir MA í lýðheilsufræðum
Þáttur frjálsra félagasamtaka í lýðræði
Björn Þorsteinsson doktor í heimspeki og sérfræðingur við Heimspekistofnun Háskóla Íslands
Hvert er framlag frjálsra félagasamtaka?
Ketill B. Magnússon framkvæmdastjóri Festu ­- miðstöðvar um samfélagsábyrgð

Dagskrána má finna hér.

Í tilefni málþingsins voru útbúin myndbönd félaga í Almannaheillum til að gefa mynd af því hve mikilvægt og öflugt starf er unnið meðal frjálsra félagasamtaka. Myndböndin má nálgast hér og þar má finna örstutt innskot Steinars Marbergs Egilssonar um Hjartavernd.

 

 

 

 

 

 

 

 

08.02.2013