ForsÝ­a arrow FrÚttir arrow FrŠ­slu- og umrŠ­ufundur um matarŠ­i barna
FrŠ­slu- og umrŠ­ufundur um matarŠ­i barna
 
Fræðslu- og umræðufundur um mataræði barna á vegum Rannsóknastofu í næringarfræði við HÍ og LSH í samstarfi við Hjartavernd.
27. september 2013, 13:30-16:00 í stofu 101 Lögbergi.

 
Erum við á réttri braut? Þurfum við sem samfélag að breyta áherslum eða aðferðum í heilsueflingu á sviði næringar barna?
 
Á fundinum kynnir Hafdís Helgadóttir meistaraverkefni sitt; Mataræði og blóðfitur sex ára barna á Íslandi 2001-2002 og 2011-2012. Á eftir erindi Hafdísar verða stuttar kynningar og pallborðsumræður sérfræðinga á sviði lýðheilsu þar sem leitað verður svara við ofangreindum spurningum. 
 
Fundarstjóri: Inga Þórsdóttir, forseti heilbrigðisvísindasvið HÍ
 
Gunnar Sigurðsson, prófessor og læknir Hjartavernd; Áhrif æskilegra lífsstílsbreytinga meðal fullorðinna á kransæðasjúkdóm á Íslandi 1981-2006.
Hólmfríður Þorgeirsdóttir, verkefnisstjóri næringar Embætti landlæknis; Áherslur og verkefni á sviði næringar barna.
Helga Sigurðardóttir, gæðastjóri mötuneyta skólasviðs hjá Reykjavíkurborg; Áherslur Reykjavíkurborgar í matarmálum skólabarna.
Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor og forstöðumaður Rannsóknastofu í næringarfræði 
 
Allir velkomnir.