ForsÝ­a arrow FrÚttir arrow Foreldrar gegna mikilvŠgu hlutverki-hreyfing hjß b÷rnum
Foreldrar gegna mikilvŠgu hlutverki-hreyfing hjß b÷rnum

Foreldrar geta stutt börn sín til að hreyfa sig meira með ýmsu móti:
Með jákvæðum viðhorfum og hvatningu um að taka þátt í íþróttum frekar en að áherslan sé öll á að vinna til verðlauna.
"Gaman saman" Fjölskylda geri eitthvað saman sem felur í sér hreyfingu sem allir hafa gaman af.

Vera opin fyrir því að barnið leiki sér úti og gefa því færi á að taka þátt í skipulögðum íþróttum. Kynna sér hvað er í boði í hverfinu.

Hjálpa barninu með að ná færni í grunnþáttum eins og að hlaupa, hoppa, kasta bolta, grípa, sippa og sparka.

 

 

 

 

Foreldrar gegna mikilvægu hlutverki varðandi almenna hreyfingu hjá börnum sínum.

65% unglinga stunda ekki hreyfingu....írsk rannsókn


 

Írsku hjartasamtökin  (Irish Heart Foundation) stóðu fyrir sinni árlegu hjartaviku í byrjun nóvember. Þema vikunnar í ár var "Fáum börnin til að hreyfa sig meira".

Í fréttatilkynningu samtakanna er vitnað í rannsókn sem sýnir að 65% unglinga hreyfa sig ekki reglulega.

Foreldrar gegna mikilvægu hlutverki í að hvetja börnin sín til að hreyfa sig reglulega.

Rannsóknin var gefinn út af  háskólanum í Dublin. Úrtakið var940 unglingar á aldrinum 15-17 ára. Hún sýnir að þeir unglingar sem upplifðu mikinn stuðning og jákvæða hvatningu frá fjölskyldunni að stunda einhvers konar íþróttir eða hreyfingu reglulega voru líklegri að temja sér hreyfingu reglulega heldur en þau sem fengu lítinn stuðning og litla hvatningu. Strákar fengu almennt meiri stuðning en stelpur.

 

Niðurstöður rannsóknarinnar voru kynntar á hjartavikunni sem írsku hjartasamtökin standa árlega fyrir. Skilaboðin í ár voru þau að börn og unglingar ættu að hreyfa sig í samtals 60 mínútur daglega. Hvort sem það er heima, í skólanum eða í skipulögðum íþróttum.

Rannsóknin sýnir að unglingar sem hreyfa sig reglulega fannst þeim fá meiri stuðning og hvatningu frá jafnöldrum til þess að taka þátt í skipulögðum íþróttum. Enn og aftur fengu strákar meiri stuðning og hvatningu enn stelpur.

Önnur nýleg írsk rannsókn, lífstílskönnun (National Health and Lifstyle survey) sýnir að 65%-70% unglinga á aldrinum 15-17 ára segjast ekki hreyfa sig reglulega.

 

"foreldrar geta stutt börnin sín til að hreyfing verði eðlilegur hluti af þeirra daglega lífi með því að hjálpa þeim að finna sér hreyfingu við hæfi og taka þátt í skipulagðri hreyfingu/ íþróttum. Ef foreldrum tekst þetta eru líkur á að viðkomandi einstaklingur temji sér einnig að hreyfa sig reglulega á fullorðinsárum. Það er mikilvæg forvörn hjartasjúkdóma, ýmissa annarra sjúkdóma og heilsufarsvandamála. Það að hreyfa sig reglulega getur dregið úr hættunni á offitu og ofþyngd sem er vandamál sem hefur afleiðingar strax og einnig síðar meir fyrir viðkomandi einstakling" eins og segir í tilkynningunni.

Þessi daglega hreyfing í samtals eina klukkustund sem mælt er með að börn á aldrinum 5-18 ára stundi á að vera með miðlungsálagi. Óhætt er að dreifa henni yfir daginn. Mikilvægt er að finna hreyfingu sem barnið hefur gaman af þar sem fjölbreytni er í fyrirrúmi. Íþróttir/ leikfimi, dans, sund, ganga, línuskautar og hjólreiðar.

 

Foreldrar geta stutt börn sín til að hreyfa sig meira með ýmsu móti:

   Með jákvæðum viðhorfum og hvatningu um að taka þátt í íþróttum frekar en að áherslan sé öll á að vinna til verðlauna.

   "Gaman saman" Fjölskylda geri eitthvað saman sem felur í sér hreyfingu sem allir hafa gaman af.


   Vera opin fyrir því að barnið leiki sér úti og gefa því færi á að taka þátt í skipulögðum íþróttum. Kynna sér hvað er í boði í hverfinu.


   Hjálpa barninu með að ná færni í grunnþáttum eins og að hlaupa, hoppa, kasta bolta, grípa, sippa og sparka.


   Vera jákvæð fyrirmynd og stunda sjálf hreyfingu daglega. Foreldrar græða sjálfir á því fyrir eigin heilsu og eru í leiðinni góð fyrirmynd barna sinna.

 

Áhrif daglegrar hreyfingar eru jákvæð á ýmsan hátt. Dagleg hreyfing eykur almenna vellíðan, hjálpar til við í baráttunni við aukakílóin, dregur úr líkamsfitu, eykur sjálfstraust og hefur jákvæð áhrif í tengslum við félagsleg samskipti hjá barninu þar sem ástundun skipulagðra íþrótta er iðulega góð leið til að eignast félaga.

 

Áðurnefnd nýbirt lífstílskönnun sýnir að fjöldi þeirra barna og unglinga á aldrinum 10-18 ára sem taka þátt í íþróttum oftar en fjórum sinnum í viku hefur minnkað í samanburði við fyrri kannanir (síðast 1998). Virkni í íþróttum minnkar með aldrinum í þessum hóp, frekar hjá stelpum en strákum.
Skoðið nánar umfjöllun um írsku hjartavikuna.