ForsÝ­a arrow FrÚttir arrow FaraldsfrŠ­i-Nßmskei­
FaraldsfrŠ­i-Nßmskei­

Faraldsfræði í heilbrigðisvísindum: Hvernig hún nýtist í forvörnum
Föstudaginn 15.apríl 2005, kl.08:30-16:00
Námskeið hjá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands í samstarfi við Rannsóknarstöð Hjartaverndar.
Þverfagleg ráðstefna ætluð heilbrigðisstarfsfólki og þeim sem áhuga hafa á vísindarannsóknum á sviði forvarna.

Faraldsfræði hefur dregið fram í dagsljósið áhættuþætti ýmissa sjúkdóma. Mikið hefur áunnist sem hefur skilað sér í aukinni þekkingu m.a. á sviði forvarna hjarta- og æðasjúkdóma. Rannsóknir á þessu sviði halda áfram og er mörgum spurningum enn ósvarað. Nýjasti áfangi í rannsóknum Hjartaverndar er Öldrunarrannsóknin þar sem öldrun er rannsökuð á nýstárlegan og margbreytilegan hátt. Fjallað er um hvernig faraldsfræði er notuð til að greina þætti sem nýtast í forvörnum. Áhersla er lögð á nýjungar í mælingum á áhættuþáttum og greiningu. Fjallað er sérstaklega um hvern áhættuþátt fyrir sig. Hvernig komumst við að þeim niðurstöðum sem fást úr þessum rannsóknum.

Fyrirlesarar: Fyrirlesarar eru sérfræðingar Hjartaverndar
Ástrós Sverrisdóttir hjúkrunarfræðingur, fræðslufulltrúi Hjartaverndar, Bolli Þórsson læknir í Hjartavernd, sérfræðingur í innkirtlasjúkdómum, Guðmundur Þorgeirsson, sérfræðingur í hjartasjúkdómum, Guðný Eiríksdóttir lífefnafræðingur, framkvæmdastjóri Öldrunarrannsóknar Hjartaverndar, Gunnar Sigurðsson, formaður stjórnar Hjartaverndar, sérfræðingur í efnaskipta- og innkirtlasjúkdómum, Thor Aspelund tölfræðingur Hjartaverndar og Vilmundur Guðnason erfðafræðingur, læknir og forstöðulæknir Hjartaverndar.
Umsjón: Vilmundur Guðnason forstöðulæknir Hjartaverndar og Ástrós Sverrisdóttir fræðslufulltrúi Hjartaverndar.
Dagskrá
Upplýsingar um skráningu og fleira