ForsÝ­a arrow FrÚttir arrow Evrˇpski t÷lfrŠ­ivÝsirinn um hjarta- og Š­asj˙kdˇma - nřtt rit
Evrˇpski t÷lfrŠ­ivÝsirinn um hjarta- og Š­asj˙kdˇma - nřtt rit
Nýr tölfræðivísir um hjarta- og æðasjúkdóma í Evrópu
Í lok september kom út nýr tölfræðivísir um hjarta- og æðasjúkdóma innan Evrópu. Tölfræðivísirinn er gefinn út af Evrópsku hjartaverndarfélögunum (European Heart Network) og Evrópska hjartasjúkdómafélaginu sem hluti af EuroHeart II verkefninu sem Hjartavernd tekur þátt í fyrir hönd Íslands. Sambærilegt rit var seinast gefið út á árinu 2008. Vísirinn var gefinn út í tengslum við alþjóðlegan hjartadag þann 29. september.
Í tölfræðivísinum má finna margvíslegan samanburð milli Evrópu og landa innan ESB á dánartíðni, sjúkdómsbyrði, meðferð, og helstu áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdómum eins og reykingum, mataræði, hreyfingu og blóðþrýstingi svo dæmi séu tekin. 
Almennt hafa orðið jákvæðar breytingar á heilsu íbúa Evrópu og að færri deyja í dag vegna hjarta- og æðasjúkdóma. Á árinu 2008 voru 4.3 milljónir dauðsfalla rakin til hjarta- og æðasjúkdóma en eru í dag komin niður í  4.0 milljónir manns. 
618_new-cardio.jpg 
Meðal helstu niðurstaðna má nefna:
  • Hjarta- og æðasjúkdómar er aðal dánarorsök Evrópubúa og valda 47% allra dauðsfalla.
  • Hjarta- og æðasjúkdómar eru megin dánarorsök kvenna í öllum löndum Evrópu og helsta dánarorsök karla í   öllum löndum nema sex.
  • Heilablóðfall (stroke) er næst algengasta dánarorsökin innan Evrópu og má gera ráð fyrir að nærri  1.1 miljón deyi á ári hverju vegna heilablóðfalls. Ríflega ein af hverri sjö konum (15%) og einn af hverjum tíu (10%) körlum deyr vegna heilablóðfalls.
  • Það er gífurlegur munur á dánartíðni vegna  hjarta- og æðasjúkdóma innan Evrópu. Til dæmis dóu 60% karla í Búlgaríu vegna hjarta- og æðasjúkdóma á meðan 25% franskra karlmanna létust vegna sömu sjúkdóma. 
  • Tíðni sykursýki er há í sumum löndum Evrópu og í nokkrum þeirra hefur hún hækkað um rúm 50% á síðasta áratug. 
  • Reykingar eru enn stórt heilbrigðisvandamál í Evrópu. Þó að dregið hafi úr reykingum í mörgum Evrópulöndum þá hefur mjög hægt á þróuninni og í sumum löndum má sjá stöðnun og jafnvel aukningu í tíðni reykinga.
  • Konur reykja nú nærri jafnmikið og karlar í mörgum löndum Evrópu og stúlkur reykja oft meira en drengir.
  • Neysla á grænmeti og ávöxtum hefur aukist á síðustu áratugum en heildar neysla á fitu hefur haldist í stað.
  • Fáir Evrópubúar ná ráðlagðri hreyfingu á degi hverjum og fleiri konur en karlar hreyfa sig ekki neitt.
  • Heildarkostnaður innan ESB vegna hjarta- og æðasjúkdóma er áætlaður um 196 milljarður evra á ári.

Hægt er að nálgast tölfræðivísinn með því að fara á heimasíður EHN eða með því að smella HÉR 

 

10.10.2012