ForsÝ­a arrow FrÚttir arrow Evrˇpska stefnuskrßin um heilbrig­i hjartans
Evrˇpska stefnuskrßin um heilbrig­i hjartans
Í dag ýtir Hjartavernd úr vör Evrópsku stefnuskránni um heilbrigði hjartans í samstarfi við Hjartasjúkdómafélag íslenskra lækna á blaðamannafundi klukkan 14:00 að viðstöddum heilbrigðisráðherra Guðlaugi Þór Þórðarsyni og sérstökum gesti Hjartaverndar
prófessor John Martin sem er einn af aðalhvatamönnum stefnuskráinnar.
Evrópska stefnuskráin um heilbrigði hjartans er árangur náinnar og langvinnar samvinnu Evrópusamtaka Hjartaverndafélaga (European Heart Network) og Evrópska hjartasjúkdómafélagsins (European Society of Cardiology) með stuðningi Evrópusambandsins (ESB) og Evrópusvæðis Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO).
Marmiðið með stefnuskránni er fyrst og fremst að vekja athygli á og mæta hratt vaxandi vandamálum tengdum hjarta- og æðasjúkdómum sem eru algengasta dánarorsök karla og kvenna í Evrópu og valda nærri helmingi allra dauðsfalla. Þó mikið hafi unnist á síðustu áratugum er baráttunni langt frá því að vera lokið enda hefur tíðni þeirra sem eru með þennan sjúkdóm aukist.
Fréttatilkynning hefur verið send út og má nálagast hana hér
Hægt er að fara á heimasíða Evrópsku stefnuskráinnar um heilbrigði hjartans hér