ForsÝ­a arrow FrÚttir arrow Erf­abreytileiki tv÷faldar ßhŠttu ß k÷lkun Ý ˇsŠ­arlokum hjartans
Erf­abreytileiki tv÷faldar ßhŠttu ß k÷lkun Ý ˇsŠ­arlokum hjartans

Í nýjasta (birt 7. febrúar 2013 ) hefti New England Journal of Medicine sem er eitt virtasta læknisfræðitímarit í heimi segir frá rannsókn vísindamanna Hjartaverndar og Háskóla Íslands í samvinnu við alþjóðalegt teymi vísindamanna á framlagi gens sem tvöfaldar áhættuna á ósæðalokukölkun og ósæðaþrengslum.

Ósæðaþrengsli er hjartasjúkdómur og eykst tíðni sjúkdómsins verulega með aldri. Það hefur verið sýnt fram á að algengi hans er um 2% hjá 65 ára og eldri, 3% hjá 75 ára og eldri og 4% hjá þeim sem eru 85 ára og þar yfir. Með hratt vaxandi fjölgun aldraðra er ljóst að þessi sjúkdómur á eftir að verða mjög algengur.  Sjúkdómurinn er mjög íþyngjandi fyrir sjúklingana og leiðir af sér minnkandi lífsgæði og mikinn kostnað fyrir samfélagið bæði vegna meðferðar og sjúkrahúskostnaðar. Sé sjúkdómurinn langt genginn , þá er eina leiðin til lækninga að skifta út lokunni sem er dýr og ekki áhættulaus aðgerð. Með nýrri aðferðum hefur verið unnt að skifta út ósæðarlokunni án þess að gera opna brjóstholsaðgerð. Sú aðgerð hentar betur þeim sem sökum aldurs og oft annarra sjúkdóma er ekki treyst í opnar aðgerðir.  Best er þó ef unnt er að fyrirbyggja þróun ósæðarkölkunar og ósæðarþrengsla.

Það gen sem hér um ræðir í rannsókninni skráir fyrir próteinsameind sem tilheyrir fitupróteinum í blóði og kallast Lp(a): lágþéttnifituprótein litla a. Erfðabreytileiki í geninu veldur hærri þéttni  Lp(a) í blóði.  Lp(a) hefur verið tengt við aukna tíðni og áhættu á hjartasjúkdómum þ.á. m. ósæðarlokuþrengsli en eldri rannsóknir hafa ekki getað greint hvort Lp(a) er eingöngu fylgifiskur eða orsakaþáttur fyrir sjúkdóminn.  Umrædd rannsókn staðfestir í fyrsta sinn orsakasamband á milli þéttni þessa próteins í blóði og kölkunar í ósæðaloku og ósæðaþrengsla. Rannsóknin var gerð á 6.900 einstaklingum af evrópskum uppruna þar af voru um 3000 þátttakendur úr Öldrunarrannsókn Hjartaverndar. Um 7% einstaklinga hafa þennan erfðabreytileika þótt alls ekki allir þrói með sér ósæðarþrengsl. Einnig var sýnt fram á að samskonar samband finnst í fólki af öðrum uppruna eins og t.d. bandaríkjamönnum af afrískum uppruna og fólki af rómönskum uppruna.

Niðurstöður rannsóknarinnar um orsakasamband Lp(a) og ósæðaþrengslin voru einnig staðfestar í dönskum og sænskum rannsóknum. Þessar niðurstöður geta leitt til aukins skilnings á þeim þáttum sem eiga mestan þátt í tilurð ósæðarkölkunar og ósæðarþrengsla. Aukin skilningur eykur líkur á aðhægt verði að beita markvissari fyrirbyggjandi aðgerðum sem hindra þessar lokuskemmdir.

Hægt er að komast á abstrakt greinarinnar með því að smella hér.

Í kvöldfréttum RÚV var fjallað um rannsóknina þar sem tekið var viðtal við Vilmund Guðnason forstöðulækni Hjartaverndar. Umfjöllun RÚV má sjá með því að fara hér .

08/02/2013