ForsÝ­a arrow FrÚttir arrow Vilmundur ELDHUGI Kˇpavogs 2015
Vilmundur ELDHUGI Kˇpavogs 2015
Á fundi Rótarýklúbbs Kópavogs 24. febrúar síðastliðinn var  dr. Vilmundur Guðnason prófessor og forstöðulæknir Hjartaverndar útnefndur “eldhugi” Kópavogs 2015. Vilmundi var veitt viðurkenning fyrir að leiða gróskumikið vísindastarf Hjartaverndar á sviði hjarta og æðasjúkdóma, og eins og stendur á heimasíðu klúbbsins, fyrir að vera einn mikilhæfasti vísindamaður landsins sem vinnur ötullega að bættri heilsu fólks. Starf sem fer að stórum hluta fram í Kópavogi. 

Image