Forsíða arrow Fréttir arrow Dagur án tóbaks 31. maí
Dagur án tóbaks 31. maí

Dagur án tóbaks er haldinn á heimsvísu 31. maí ár hvert. Það er Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) sem heldur daginn og á hverju ári er dagurin tileinkaður ákveðnu þema. Á árinu 2009 er sjónum beint að merkingum á tóbaksvörum, til að leggja áherslu á hversu mikil hætta stafar af reykingum, beinum eða óbeinum. Krafan er að viðvaranir í formi mynda verða settar á tóbaksvörur um hættuna af reykingum. Þess má geta að Alþingi samþykkti á vorþingi að innleiða á Íslandi tilskipun Evrópusambandsins um myndmerkingar á tóbaksvörum og má gera ráð fyrir að þær verði komnar á tóbaskvörur á næsta ári.wntd_sticker_200.jpg

Á Íslandi voru fyrst settar viðvaranir á tóbak fyrir 40 árum og var Ísland eitt fyrsta landið til að setja slíkar merkingar á tóbak. Nýjar rannsóknir sína að staðsetning og framsetning slíkra merkinga skiptir miklu máli og ljóst er að myndrænar aðvaranir vekja fólk frekar til umhugsunar um skaðsemi tóbaks en texti á pakkningum. Slíkar merkingar hvetja notendur til að hætta að reykja og dregur úr fýsileika tóbaks. Tóbaksframleiðendur eyða milljónum dollara á hverju ári til að fá fleiri og fleiri til að ánetjast tóbaki og koma í veg fyrir að fólk hætti að reykja. Með auglýsingum, áróðri og því að gera umbúðir tóbaks fýsilegar reynir tóbaksiðnaðurinn að draga athyglina frá því hversu hættulegt tóbak er í raun og veru.

Tóbaksnotkun og reykingar eru eitt helsta heilbrigðisvandamál heimsins í dag og á ári hverju deyja fleiri úr reykingatengdum sjúkdómum en úr alnæmi, malaríu og berklum samanlagt svo ekki sé minnst á hve skert lífsgæði eru oft fylgifiskar tóbaksnotkunar.  Rannsóknir Hjartaverndar hafa sýnt án vafa að reykingar auka dánarlíkur verulega.  Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að það er alltaf ávinningur af því að hætta að reykja. Til dæmis bætir 40 ára manneskja 6-7 árum við ævi sína með því að hætta að reykja og sjötug bætir 3-4 árum við sína ævi. Forvarnir hafa mikið að segja og hvetur Hjartavernd alla þá sem reykja eða neyta tóbaks að leita sér aðstoðar við hætta að reykja.

nm37720_-_12_astaedur_copy.jpg Lýðheilsustöð hefur í tilefni dagsins gefið út auglýsingar þar sem notaðar eru hluti af myndmerkingum á tóbaksvörur frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni.  

 

Tóbakslausi dagurinn var fyrst haldinn árið 1979 á Íslandi
Nánar má lesa um tóbakslausa daginn á vef WHO.
Einnig má lesa um daginn á vef Lýðheilsustöðvar.