ForsÝ­a arrow FrÚttir arrow CHARGE vinnufundur vel sˇttur af erlendum og innlendum vÝsindam÷nnum
CHARGE vinnufundur vel sˇttur af erlendum og innlendum vÝsindam÷nnum

Dagana 16-18. maí stóð Hjartavernd fyrir sameiginlegum vinnufundi íslenskra, evrópskra og bandarískra vísindamanna. Vinnuhópurinn gengur undir nafninu CHARGE sem stendur fyrir Cohorts and Aging Research in Genomic Epidemiology Consortium og einbeitir sér að rannsóknum á sviði erfðafræði. CHARGE rannsóknarhópurinn var myndaður árið 2008 þegar 5 stórir rannsóknarhópar sameinuðu krafta sína í grasrótarhreyfingu undir merkjum CHARGE. Rannsóknirnar sem um ræðir í samstarfinu eru Reykjavíkurrannsókn Hjartaverndar/Öldrunarrannsókn Hjartaverndar (AGES), Framingham rannsóknin (USA), Rotterdam rannsóknin (Holland), Atherosclerosis Risk in Communities Study (USA) og Cardiovascular Health Study (USA). Alls eru þátttakendur í þessum 5 rannsóknum yfir 38 þúsund manns.
Mikill ávinningur er að því að vísindamenn sem rannsaka hina ýmsu sjúkdóma sameini krafta sína og er það vænlegt til árangurs. Þannig aukast líkur á að finna gen fyrir ýmsa langvinna sjúkdóma og nú þegar hefur hópurinn náð að finna slík gen. Samstarfið hefur verið gjöfult og alls hafa birst 140 greinar í virtum vísindatímaritum á borð við Nature Genetics svo dæmi sé tekið. Eins og fyrr segir var Hjartavernd gestgjafi þessa fundar og var þetta fyrsti fundurinn sem haldinn var hér á landi en alls hafa verið haldnir átta fundir frá árinu 2008.
Fundurinn var vel sóttur og komu rúmlega 150 vísindamenn frá hinum ýmsu mennta- og rannsóknarstofnunum Bandaríkjanna og Evrópu, Að auki sátu vísindamenn Hjartaverndar fundinn sem þóttist takast ljómandi vel. Ýmis áhugaverð erindi voru flutt auk þess sem ungir vísindamenn kynntu rannsóknir sínar og niðurstöður. Ákveðin tímamót eru nú í erfðafræðirannsóknum vegna nýjunga í aðferðafræði. Framtíðin er að nýta þessar nýjungar til betri skilnings á áhrifum erfða sem CHARGE hópurinn hefur staðfest í  rannsóknum sínum. Rannsóknarhópurinn heldur ótrauður áfram og er næsti fundur fyrirhugaður í Houston í Texas eftir 6 mánuði.

 

Á myndinni má sjá Vilmund Guðnason forstöðulækni Hjartaverndar flytja sitt erindi 

img_6191.jpg

 

 

 

 

Fundargestirimg_6280.jpg

29/05/2012