ForsÝ­a arrow FrÚttir arrow B÷rn, unglingar og hjartasj˙kdˇmar
B÷rn, unglingar og hjartasj˙kdˇmar

Heimssamtök hjartaverndarsamtaka (World Heart Federation) ákváðu að velja þetta þema þar sem sláandi niðurstöður nýjustu rannsókna sýna að líkur á að börn sem eru í yfirþyngd,  fái hjartaáfall eða heilablóðfall á fullorðinsárum eru þrisvar til fimm sinnum meiri  heldur en börn sem ekki er í yfirþyngd. Sýnt hefur verið fram á að börn allt niður í 10 ára gömul geti verið  með innþel æða ísvipuðu ástandi eins og hjá miðaldra stórreykingamanni og eru í mikilli hættu á að fá hjartaáfall strax upp úr fertugs- eða  fimmtugsaldri. Hjartavernd hafa borist ýmsar fréttatilkynningar frá whf vegna hjartadagsins.

Leggjum grunn að  HEILBRIGÐU HJARTA ÆVILANGT....
Forvarnir hjá börnum og unglingum
Sunnudaginn 26.sept s.l. var alþjóðlegur hjartadagur haldinn víða um heim í yfir 100 löndum. Þema dagsins í ár er börn, unglingar og hjartasjúkdómar.
Af hverju þetta þema? Börn, unglingar og hjartasjúkdómar?

Heimssamtök hjartaverndarsamtaka (World Heart Federation) ákváðu að velja þetta þema þar sem sláandi niðurstöður nýjustu rannsókna sýna að líkur á að börn sem eru í yfirþyngd,  fái hjartaáfall eða heilablóðfall á fullorðinsárum eru þrisvar til fimm sinnum meiri  heldur en börn sem ekki er í yfirþyngd. Sýnt hefur verið fram á að börn allt niður í 10 ára gömul geti verið  með innþel æða ísvipuðu ástandi eins og hjá miðaldra stórreykingamanni og eru í mikilli hættu á að fá hjartaáfall strax upp úr fertugs- eða  fimmtugsaldri.

HEIMSSAMTÖK HJARTAVERNDARFÉLAGA (WORLD HEART FEDERATION) boða til alþjóðlega hjartadagsins í yfir 100 löndum. Hjartavernd er aðildarfélag WHF á Íslandi. WHF eru samtök fagfélaga á sviði hjarta- og æðaverndarfélaga sem vinna að því að tíðni hjarta- og æðasjúkdóma lækki. Alþjóðlegur hjartadagur er mikilvægur þáttur í starfsemi WHF til að koma skilaboðum sínum á framfæri og auka vitund almennings á forvörnum á þessu sviði.

Hjartavernd hafa borist ýmsar fréttatilkynningar frá World heart federation og samstarfsaðilum dagsins

Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO)

UNESCO

Frétt á Reuters vegna hjartadagsins

Heimasíða dagsins