ForsÝ­a arrow FrÚttir arrow B÷rn og offita, frÚttatilkynning
B÷rn og offita, frÚttatilkynning

Fréttatilkynning frá Hjartavernd í tilefni af útgáfu skýrslu um 1. áfanga verkefnisins "Börn, offita og tengdir langvinnir sjúkdómar sem má forðast", áfangaskýrsla: "Markaðssetningu óhollrar fæðu sem beint er að börnum í Evrópu."

Offita er vaxandi vandamál á Íslandi eins og í öðrum Evrópulöndum. Vandamálið er ekki einskorðað við fullorðna heldur er offita áberandi vaxandi vandamál hjá börnum og unglingum. Ýmsir fylgikvillar og sjúkdómar sem eru samfara offitu er því farið að gæta hjá yngri einstaklingum en áður eins og fullorðinssykursýki.  Ljóst er að margir þættir skipta hér máli en offita er í stuttu máli vegna þess að líkaminn brennir minna en hann tekur inn af fæðu. Sýnt hefur verið fram á að hreyfingarleysi, t.d. vegna langtíma sjónvarpsgláps stuðlar að offitu hjá börnum. Einnig er ljóst að ofát eða síát barna á orkuríkum fæðutegundum skiptir meginmáli. Mikilvægt er að skilja þá þætti í þessari flóknu mynd sem skipta máli til að unnt sé að beita nákvæmum og raunhæfum aðgerðum til að sporna við vandamálinu.


Hjartavernd hefur í samvinnu við Evrópsk Hjartaverndarfélög og samtök þeirra (European Heart Network) fengið styrk frá Evrópusambandinu til verkefnisins: "Börn, offita og tengdir langvinnir sjúkdómar sem má forðast". Aðilar að þessu verkefni eru systursamtök Hjartaverndar í eftirfarandi Evrópulöndum: Austurríki, Belgíu, Bretlandi, Danmörku, Eistlandi, Finnlandi, Frakklandi, Grikklandi, Írlandi, Ítalíu, Hollandi, Noregi, Portúgal, Slóveníu, Spáni, Svíþjóð, Tékklandi, Ungverjalandi og Þýskalandi. Alls eru því 20 lönd aðilar að þessu samstarfi. 

Í fyrsta áfanga þessa verkefnis var gerð könnun á meðal þátttökuþjóðanna á rannsóknum á markaðssetningu matvæla til barna og hvaða reglur giltu þar um. Á Íslandi var upplýsingunum safnað árið 2004 fyrir Hjartavernd af Laufeyju Steingímsdóttur og Hólmfríði Þorgeirsdóttur hjá Lýðheilsustofnun.

Helstu niðurstöður voru þær að mjög mismunandi reglur gilda í hinum ýmsu löndum Evrópu.  Þá kom fram að frekari rannsókna og jafnvel reglugerða er þörf um auglýsingar á matvælum á veraldarvefnum sem og í sjónvarpi. Ýmislegt bendir til þess að rétt sé að endurskoða reglugerð Evrópusambandsins um "sjónvarp án landamæra" (Television Without Frontiers Directive) til að stýra auglýsingum til barna í öllum löndum Evrópu. 

Annað sem mikilvægt er að skilja betur með rannsóknum og samvinnu milli hagsmunaaðila eru skilgreiningar á hvað er hollur matur og óhollur. Í skýrslu vinnuhópsins sem nú er komin út er lögð áhersla á matur með miklu magni af sykri, fitu eða salti sé óhollur. Ljóst er að í ofgnótt þá eru þetta matvæli sem eru óholl og það er mikilvægt að komast að niðurstöðu um hvernig beri að skilgreina slík matvæli og með hvaða hætti koma því á framfæri. Ef ekkert verður að gert í að sporna við offituvandanum er illt í efni fyrir Íslendinga.

Hægt er að nálgast áfangaskýrslu vegna verkefnisins hér