ForsÝ­a arrow FrÚttir arrow ┴ttunda hvert barn Ý ßhŠttuhˇpi
┴ttunda hvert barn Ý ßhŠttuhˇpi

Nýleg rannsókn sýnir að stór hluti barna er með einhvern af þekktum mælanlegum áhættuþáttum. "Ef ekkert verður að gert, mun dágóður fjöldi barna þróa með sér sykursýki tegund II (fullorðinssykursýki) og hjartasjúkdóma í framtíðinni" eins og kemur fram í umfjöllun um rannsóknina.

Áttunda hvert barn í Bandaríkjunum hefur þrjá þætti sem flokka mætti sem áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma samkvæmt rannsókn sem kynnt var nýlega á hjartaráðstefnu Amerísku hjartasamtakanna (American Heart Association) í Flórída (fréttir - heimasíður). Samtals hafði meira en helmingur barna sem voru í úrtaki rannsóknarinnar (58,3%) a.m.k. einn af sex þekktum efnaskiptavillum sem tengdar eru áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma en 27,4% hafði tvo eða fleiri og 13,5 % höfðu meiri en þrjá þekkta áhættuþætti. Í síðastnefnda hópnum voru börnin orðin eldri en átta til níu ára. Áhættan var u.þ.b. 1,6 sinnum hærri hjá stelpum en strákum, segir aðalstjórnandi rannsóknarinnar Dr.Joanne Harrel prófessor í hjúkrunarfræðum við Miðstöð rannsókna á langvinnum sjúkdómum við hjúkrunarháskólann í Norður-Karolínu við Chapell Hill. Fleiri en 3200 börn á aldrinum 8-17 ára frá svæðinu í kringum Norður-Karolínu voru í úrtakinu. Fleiri en einn fjórði í úrtakinu var í yfirþyngd. Samkvæmt rannsókninni voru fleiri stúlkur en drengir of þungar, en ofþyngd er einn af þeim þáttum sem auka líkurnar á að fá hjartasjúkdóma síðar meir. Aðrir áhættuþættir sem greindust voru háþrýstingur, hækkaðir þríglýceríðar (ein tegund blóðfitu), of lágt magn af HDL-blóðfitu hið svokallaða góða kólesteról og hækkaður blóðsykur.
"Þetta voru venjuleg börn en við greindum áhættuþætti sem voru skýrar vísbendingar um aukna áhættu seinna meir að sögn Harrel. "Ef ekkert verður að gert, mun dágóður fjöldi barna þróa með sér sykursýki tegund II (fullorðinssykursýki) og hjartasjúkdóma í framtíðinni.

Frá European HeartNetwork/nóv 2003