ForsÝ­a arrow FrÚttir arrow ┴rsskřrsla Hjartaverndar 2003 kominn ˙t
┴rsskřrsla Hjartaverndar 2003 kominn ˙t

Í ársskýrslu Hjartaverndar fyrir árið 2003 kemur fram að starfsemi Rannsóknarstöðvarinnar hefur verið farsælt þetta ár með aukinni fjölbreytni og mikilvægum árangri. Í árslok störfuðu 85 manns hjá Hjartavernd.

Í ársskýrslu Hjartaverndar fyrir árið 2003 kemur fram að starfsemi Rannsóknarstöðvarinnar hefur verið farsælt þetta ár með aukinni fjölbreytni og mikilvægum árangri. Í árslok störfuðu 85 manns hjá Hjartavernd.

Árið einkenndist fyrst og fremst af því að ferli Öldrunarrannsóknar Hjartaverndar var fest í sessi. Í árslok höfðu um 2500 einstaklingar verið skoðaðir frá upphafi rannsóknar en framkvæmd hennar hófst árið 2002. Í ársskýrslunni er nánar sagt frá framkvæmd rannsóknarinnar en hún er meginuppistaða starfsemi Hjartaverndar. Öldrunarrannsóknin skiptist í þrjár heimsóknir í Hjartavernd. Á árinu var byrjað að bjóða þeim sem ekki geta komið í Hjartavernd upp á heimaheimsóknir þar sem hluti rannsóknar er framkvæmdur.
Veruleg aukning var í umsvifum í tengslum við Öldrunarrannsóknina. Fjórir nýjir rannsóknarsamningar voru gerðir á árinu við bandarísku öldrunarstofnunina (National Institue on Aging) og hjarta- og lungnarannsóknarstofnunina (National Heart, Lung and Blood institute.)
Hjartavernd sinnir auk þess ýmsum öðrum verkefnum. Áhættumat Hjartaverndar er áfram í fullum gangi og er stöðug eftirspurn eftir því. Í áhættumati Hjartaverndar eru helstu mælanlegir áhættuþættir hjarta- og æðasjúkdóma mældir. Einstaklingar og fyrirtæki geta pantað sér tíma í áhættumat. Mörg stéttarfélög (sjúkrasjóðir) greiða að hluta til eða fullu skoðun í Hjartavernd.
Þá eru ýmiss samstarfsverkefni, rannsóknir framkvæmdar í Hjartavernd í samvinnu við aðra aðila.
Í ársskýrslunni er sagt frá þessum rannsóknum en það eru m.a. ýmsar erfðarannsóknir eins og rannsóknir á fullorðinssykursýki, rannsóknir á heilaáföllum, rannsóknir á erfðum offitu og fleiri rannsóknir. Í ársskýrslunni er listi yfir greinar,útdrætti, erindi og rit byggð á gögnum úr rannsóknum Hjartaverndar fyrir árið 2003.

Ársskýrsla Hjartaverndar 2003