ForsÝ­a arrow FrÚttir arrow ┴rlegur kostna­ur 233 miljar­a evra
┴rlegur kostna­ur 233 miljar­a evra

„Tölulegar staðreyndir um hjarta- og æðasjúkdóma í Evrópu árið 2005" (European cardiovascular disease statistics)
Evrópsku hjartasamtökin (European Heart Network-EHN) 
hafa nýverið tekið saman skýrslu og gefið út handbók í samvinnu við Bresku hjartasamtökin  sem nefnist „Tölulegar staðreyndir um hjarta- og æðasjúkdóma í Evrópu árið 2005" (European cardiovascular disease statistics). Bókin er jafnframt unnin í samvinnu við  Háskólann í Oxford (the Health Economics Research Centre at the University of Oxford).

EHN  eru samtök hjartafélaga í Evrópu sem vinna án fjárhagslegs ávinnings (non profit organisations). Aðildarfélögin eru 30 talsins í 26 Evrópulöndum. Hjartavernd er aðili að EHN.

Hjarta- og æðasjúkdómar kosta velferðarkerfi Evrópu 233 miljarða evra árlega (um 14 þús. miljarðar króna).
Í bókinni er sýnt fram á kostnað hjarta- og æðasjúkdóma á hagkerfið í Evrópu.  Þetta er í fyrsta sinn sem tölur af þessu tagi eru teknar saman. Talið er að árlegur beinn kostnaður heilbrigðiskerfisins í Evrópu vegna hjarta- og æðasjúkdóma nemi um 169 miljörðum evra (um 14 þús. miljörðum króna) á ári.  Mikill munur er á kostnaði pr. einstakling eftir löndum. Í viðbót við framangreindan beinan kostnað af hjarta- og æðasjúkdómum er ótalinn óbeinn kostnaður sem samfélagið þarf að borga vegna vinnutaps og minni framleiðslugetu sem áætlað er að nemi árlega 35 miljörðum evra (um 2800 miljörðum króna).  Þá er ótalinn kostnaður sem þjóðfélagið greiðir vegna umönnunar sjúklinga utan heilbrigðiskerfisins. Talið er að árlegur kostnaður þess nemi 29 miljörðum evra (um 2300 miljörðum króna). Þegar allur þessi kostnaður er tekinn saman, bæði beinn og óbeinn má áætla að hann nemi um 233 miljarð evra árlega þ.e. um 14 þús. miljarða íslenskra króna.

Sjúkdómur kvenna?
Í bókinni koma fram ýmsar sláandi upplýsingar, m.a. að árlega deyji yfir 4,35 milljón Evrópubúa af hjarta- og æðasjúkdómum (hjartasjúkdómar og heilaáföll).  Hjarta- og æðasjúkdómar eru þeir sjúkdómar sem draga flesta til dauða. Þeir eru helsta dánarorsök kvenna. Fleiri konur deyja vegna hjarta- og æðasjúkdóma (þ.e. ekki bara kransæðastífla) heldur en karlar. Líkurnar á að að deyja vegna hjarta- og æðasjúkdóma eru mun meiri hjá þeim sem búa í mið- og austur-Evrópu í samanburði við norður- og vestur-Evrópu. Dánartíðni vegna þessara sjúkdóma eru síðan hærri í vestur-Evrópu heldur en í suður-Evrópulöndunum. Því má vera ljóst að konur geta líka fengið hjartasjúkdóma en reynslan hefur sýnt að þær fá þessa sjúkdóma seinna en karlar á lífsleiðinni.  

Forvarnir hjarta- og æðasjúkdóma í forgang
Fórnarkostnaður vegna þessara sjúkdóma, bæði vegna dauðsfalla, sjúkdóma og kostnaðar á hagkerfið er alltof hár. EHN kallar eftir aðgerðum Evrópusambandsins um að setja forvarnir hjarta- og æðasjúkdóma í forgang.
    
Tölulegar upplýsingar frá Íslandi
Ennþá algengasta dánarorsökin
Á hverju ári deyja um 500 Íslendingar af völdum hjarta- og æðasjúkdóma. Rannsóknir Hjartaverndar hafa sýnt að á síðasta aldarfjórðungi hefur nýgengi (þ.e. hve margir eru að greinast með sjúkdóminn) kransæðastíflu lækkað um 40% og dánartíðni hefur lækkað um 55% á sama tíma. Þrátt fyrir þessa jákvæðu þróun eru hjarta- og æðasjúkdómar ennþá algengasta dánarorsök hérlendis. Þessir sjúkdómar herja á fólk á besta aldri, oft öllum að óvörum. Forstig undirliggjandi æðakölkunar geta verið einkennalaus. Hjartavernd hvetur fólk til að láta mæla helstu mælanlegu áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma ekki seinna en um fertugt og fyrr ef ættarsaga er til staðar. Dæmi um mælanlega áhættuþætti er mæling á kólesteróli og blóðþrýstingi. Með því að láta mæla þessa þætti gefst í sumum tilfellum tækifæri til að bregðast við í tíma.  Sjá nánar um áhættumat

Af ofangreindum útreikningum og upplýsingum er ljóst að það er þjóðhagslega hagkvæmt að reynt verði með öllum ráðum að draga úr tíðni þessara sjúkdóma. Hvert og eitt okkar getur haft veruleg áhrif í því sambandi.

________________________________________________________________________
Tölulegar staðreyndir um hjarta- og æðasjúkdóma í Evrópu árið 2005 (European cardiovascular disease statistics.) pdf skjal 

Frétt um úgáfu handbókar, kostnaður vegna hjarta- og æðasjúkdóma í Evrópu.

Kostnaðaraukning heilbrigðiskerfisins. Hugleiðing um forvarnir.
Tímaritið Hjartavernd, 39.árg. 2004, bls. 28

Tafla með kostnaði Evrópulanda vegna hjarta- og æðasjúkdóma

Umfjöllun um sama efni á heimasíðu dönsku hjartasamtakanna, Hjerteforeningen