ForsÝ­a arrow FrÚttir arrow Al■jˇ­legur hjartadagur 26.sept 2004
Al■jˇ­legur hjartadagur 26.sept 2004

HEILBRIGÐU HJARTA ÆVILANGT....
Hjartavernd
og Hjartaheill (Landssamtök hjartasjúklinga) standa fyrir skipulagðri dagskrá hérlendis sunnudaginn 26.sept. n.k.
Hjartagangan-Línuskautahlaup
Frá Félagsheimili Þróttar kl.13:00- Upphitun kl.12:30
Heilsufarsmælingar kl.13-16
Í félagsheimili Þróttar
Mætum öll og eigum saman góðan dag í Laugardalnum.
Actavis er aðalstyrktaraðili dagsins

Leggjum grunn að  HEILBRIGÐU HJARTA ÆVILANGT....
Hjartavernd og Hjartaheill (Landssamtök hjartasjúklinga) standa fyrir skipulagðri dagskrá hérlendis sunnudaginn 26.sept. n.k.

Hjartaganga-Línuskautahlaup
Frá Félagsheimili Þróttar kl.13:00- Upphitun kl.12:30
Heilsufarsmælingar kl.13-16
Í félagsheimili Þróttar

Sunnudaginn 26.sept verður alþjóðlegur hjartadagur haldinn í yfir 100 löndum. Þema dagsins í ár eru börn, unglingar og hjartasjúkdómar.
Hjartavernd og HjartaHeill (Landssamtök hjartasjúklinga) standa fyrir skipulagðri dagskrá. Actavis er aðalstyrktaraðili dagsins.
 
HJARTAGANGAN-LÍNUSKAUTAHLAUP

Frá félagsheimili Þróttara kl.13:00
Hin árlega hjartaganga verður farinn frá félagsheimili Þróttara í Laugardalnum, sunnudaginn 26.september kl.13.00. Mæting í upphitun kl.12:30.
Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra ávarpar göngu- og línuskautafólk.
Logi Ólafsson, landsliðsþjálfara hvetur fólk af stað eins og honum einum er lagið.
Félagar frá linuskautar.is verða með létta línuskautaferð (ef veður leyfir) frá sama stað og sama tíma. Fulltrúar Latabæjar, þær Solla stirða og Halla hrekkjusvín taka þátt í göngunni. Farin verður um hálftíma ganga/línuskautahlaup.

Allir göngumenn fá Egils kristal, á meðan birgðir endast.

Skautahöllin býður upp á ókeypis leigu á skautum þennan dag. Því ættu allir að geta rennt sér á skautum hvernig sem viðrar.

HEILSUFARSMÆLINGAR OG FRÆÐSLA
Í félagsheimili Þróttara kl.13-16

HjartaHeill og Hjartavernd standa ennfremur fyrir heilsufarsmælingum þennan dag. Boðið verður upp á kólesteról- og blóðþrýstingsmælingar, ráðgjöf og fræðslu. AstraZeneca býður upp á kólesterólmælingarnar. Hjúkrunarfræðingur frá  RÁÐGJÖF Í REYKBINDINDI  (grænt númer 800 6030) veitir ráðgjöf. Jafnframt mun fólk verða leiðbeint í gegnum áhættureiknivél á hjarta.is þar hægt er að láta reikna út hverjar séu líkurnar á að fá kransæðasjúkdóm.
Fólk yfir fertugu sem ekki hefur látið mæla þessa þætti er sérstaklega hvatt til að nota tækifærið og fá mælingu.

Mætum öll og eigum saman góðan dag í Laugardalnum. 

www.worldheartday.com   www.hjarta.is  www.lhs.is  www.actavis.is