ForsÝ­a arrow FrÚttir arrow ┴hŠttureiknivÚl vekur athygli
┴hŠttureiknivÚl vekur athygli

Á þingi ESC - European Society of Cardiology - var kynntur áhættureiknir Hjartaverndar. Þingið var haldið í Stokkhólmi 3-7 september og er því nýlokið. Um 20.000 manns sóttu þingið.  Að venju er lokaatriðið samantekt á því markverðasta sem kynnt var á þinginu. Þessi hluti þingsins kallast Highligths og eru átta sérfræðingar fengnir til að kynna það markverðasta og mikilvægasta sem fram kom í þeirra sérgrein.  Í þetta sinn voru rannsóknir Hjartaverndar á áhættureikni Hjartaverndar fyrir hjarta og æðasjúkdóma sérstaklega til umfjöllunar í þessum hluta.

Hóprannsókn Hjartaverndar hefur vakið verðskuldaða athygli og er ljóst að hún er ein merkilegasta faraldsfræðilega rannsókn sem gerð hefur verið og skipar nú sess meðal fremstu og mikilvægustu rannsókna hvað varðar aukin skilning og mat á áhættu á hjarta og æðasjúkdómum sem og öðrum langvinnum sjúkdómum.
 
Áhættureiknirinn sem er aðgengilegur á heimasíðu Hjartaverndar byggir á endurteknum skoðunum og mælingum á hátt í 20.000 Íslendingum sem hafa af fúsum og frjálsum vilja tekið þátt í vísindarannsókn Hjartaverndar - Hóprannsókn Hjartaverndar - á síðustu 38 árum. Fylgst er með hvaða sjúkdóma þessir einstaklingar munu fá og það rannsakað í tengslum við mælda þætti frá fyrri tíð. Þannig er unnt að fá hugmynd um spágildi mældra þátta um seinna komna sjúkdóma. Óeigingjarnt framlag þátttakenda í Hóprannsókn Hjartaverndar á undanförnum árum með sjálfviljugri þátttöku í rannsókninni verður seint þakkað og aldrei ofmetið sem framlag til framfara í læknisfræði.