Forsíğa arrow Fréttir arrow Af bestu lyst 4 - nı bók
Af bestu lyst 4 - nı bók
Hjartavernd hefur í samvinnu við Krabbameinsfélagið, Lýðheilsustöð og Forlagið gefið út fjórðu bókina í hinum vinsæla flokki Af bestu lyst. Áður hafa komið út Af bestu lyst 1, 2 og 3 sem allar seldust upp en voru endurútgefnar í einu riti Af bestu lyst 1-3 árið 2013.

Af bestu lyst 4 hefur að geyma girnilegar og spennandi uppskriftir að hollum og ljúffengum réttum eins og fyrri bækurnar. Sérstaklega er tekið mið af börnum og barnafjölskyldum og kapp lagt á að maturinn sé bragðgóður, góður fyrir heilsuna, budduna og umhverfið. 
Farið er eftir nýjustu ráðleggingum um mataræði og með uppskriftunum fylgja leiðbeiningar um hvernig megi laga þær að þörfum mjög ungra barna þegar við á. 

Heiða Björk Hilmisdóttir, næringarrekstrarfræðingur og deildarstjóri eldhúsa Landspítala, samdi uppskriftirnar í samráði við Hjartavernd, Krabbameinsfélagið og Embætti landlæknis. Laufey Steingrímsdóttir næringarfræðingur ritar ítarlegan inngang að bókinni. 
af_bestu_lyst_4-175x285.jpg