Forsíğa arrow Fréttir arrow Af bestu lyst 3 - nı bók
Af bestu lyst 3 - nı bók

Hjartavernd hefur í samvinnu við Krabbameinsfélagið, Lýðheilsustöð og Vöku-Helgafell gefið út þriðju bókina í hinum vinsæla flokki Af bestu lyst. Áður hafa komið út Af bestu lyst 1 og Af bestu lyst 2 og hefur fyrrnefnda bókin verið endurprentuð margsinnis.

Af bestu lyst 3 er full af girnilegum nýjum, spennandi og nútímalegum réttum sem jafnframt eru hollir og einkar ljúffengir. Einfaldleikinn er jafnframt hafður að leiðarljósi í öllum uppskriftum.

Nanna Rögnvaldardóttir er höfundar uppskrifa en í bókinni má meðal annars finna uppskriftir að hægelduðum kryddjurtalaxi, fylltum kjúklingabringum, baunabuffi með heitu tómatsalati og hollum og girnilegum brauðum og kökum, auk fjölda annarra heilsusamlegra sælkerarétta. Hverri uppskrift fylgja upplýsingar um næringargildi réttarins, meðal annars um hitaeiningar, fitumagn og magn mettaðrar fitu, próteina og kolvetna.

Á sama tíma er fyrsta bókin gefin út á ný. Af bestu lyst 1 hefur algera sérstöðu meðal matreiðslubóka og hefur notið gífurlega vinsælda frá því að hún kom fyrst út árið 1993.

Hjartavernd, Krabbameinsfélagið og Lýðheilsustöð gefa bókina út í samvinnu við Vöku-Helgafell. Hólmfríður Þorgeirsdóttir, verkefnisstjóri næringar hjá Lýðheilsustöð, ritar ítarlegan inngang.

 

afbestulyst3.jpg