Forsíğa arrow Fréttir arrow Ağalfundur Hjartaverndar september
Ağalfundur Hjartaverndar september
Þann 19. september var haldinn aðalfundur Hjartaverndar í húsnæði rannsóknarstöðvarinnar að Holtasmára í Kópavogi. Á undan fundinum var opin dagskrá þar sem Vilmundur Guðnason forstöðulæknir og prófessor flutti fræðsluerindið; Nýr áhættureiknir hjarta- og æðasjúkdóma finnur áður týna einstaklinga. Erindi Vilmundar fjallaði um nýsköpun á sviði hjarta- og æðasjúkdóma. Vilmundur kynnti fyrir áheyrendum nýjan áhættureikni sem opnar áður óþekkta möguleika. Meirihluti þjóðarinnar tilheyrir þeim hópi fólks að reiknast ekki í verulegri áhættu á því að fá hjarta- eða æðasjúkdóm. Innan þess hóps eru einstaklingar sem eru í raun í áhættu en mælast það ekki með hefðbundnum áhættureikni. Þessi nýi áhættureiknirinn gefur möguleika á því að finna þá og þá um leið tækifæri til að beita forvörnum. Hér er því um merka nýsköpun að ræða og til mikils að vinna. 
Fundurinn var vel sóttur af stjórn og fulltrúaráði Hjartaverndar, auk starfsmanna rannsóknarstofnunarinnar og fulltrúa félagasamtaka og stofnana sem voru sérstaklega boðin.
 
Ársskýrsla Hjartaverndar fyrir árið 2012 kom út sama dag, sjá hér. Í skýrslunni segir meðal annars; Hjarta- og æðasjúkdómar eru ennþá ein algengasta dánarorsök Íslendinga. Þjóðin er að eldast og nauðsynlegt er að nýta allar þekktar forvarnir eins og hægt er. Hjartavernd leggur því nú sem áður mikla áherslu á að koma niðurstöðum rannsókna sinna til almennings og opinberra aðila sem vinna að forvörnum svo hægt sé að grípa til gagnráðstafana. Í því sambandi er góð og náin samvinna við fagfélög og félagasamtök, eins og Hjartaheill, afar mikilvæg og verður  seint fullþökkuð. 
 
 
Á myndinni má sjá stjórn, stjórnendur og fulltrúaráð Hjartaverndar; Geir Hallgrímsson, Maríu Baldursdóttur, Elínu Ólafsdóttur, Kristínu Siggeirsdóttur, Ríkharð Jónsson, Vilmund Guðnason, Gunnar Sigurðsson, Boga Ágústsson, Laufeyju Steingrímsdóttur og Hilmar Björnsson. 
stjorn_resizeii.jpg
 
 
 
 

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Hluti af þeim sem hlýddu á erindi Vilmundar
 
gestir_resize.jpg