Forsíğa arrow Fréttir arrow Ağalfundur Hjartaverndar 2016
Ağalfundur Hjartaverndar 2016
Karl Andersen

Aðalfundur Hjartaverndar fór fram í dag í húsnæði Hjartaverndar að Holtasmára 1 Kópavogi. Fundurinn byrjaði á einstaklega áhugaverðu fræðsluerindi sem Karl Andersen prófessor og hjartasérfræðingur hélt. Það bar nafnið, Baráttan gegn kransæðasjúkdómum og var byggt upp á gögnum frá Hjartavernd. Myndin hér fyrir ofan sýnir Karl Andersen.

 
Gunnar Sigurðsson prófessor og innkirtlasérfræðingur lét að störfum formanns stjórnar en hann hefur gengt  því starfi frá árinu 1998 með miklum sóma og af einskærum áhuga. Karl Andersen prófessor tók við keflinu. Gunnar mun sitja áfram í stjórn Hjartaverndar, ásamt Laufeyju Steingrímsdóttur prófessori og næringarfræðingi, Hilmari Björnssyni íþróttafræðingi og Arndísi Ármann Steinþórsdóttur hagfræðingi. Sjá meðfylgjandi mynd af stjórninni hér fyrir neðan. 

Ársskýrslu Hjartaverndar 2015 er hægt að lesa hér

Stjórn Hjartaverndar ses 2016 Stjórn Hjartaverndar talið frá vinstri; Gunnar Sigurðsson prófessor, Laufey Steingrímsdóttir prófessor og ritari, Karl Andersen prófessor og formaður stjórnar, Arndís Ármann Steinþórsdóttir hagfræðingur og Hilmar Björnsson íþróttafræðingur og gjaldkeri.