Forsíğa arrow Fréttir arrow Ağalfundur Hjartaverndar 2008
Ağalfundur Hjartaverndar 2008

 

Þann 12. desember síðastliðinn var haldinn aðalfundur Hjartaverndar ses.

Þar var Nikulás Sigfússon fyrrum yfirlækni stöðvarinnar heiðraður fyrir ómetanlegt frumkvöðlastarf við uppbyggingu Rannsóknarstöðvar Hjartaverndar en Nikulás hóf störf við stofnunina árið 1967. Einnig var heiðraður Jón G. Þórarinsson sem fulltrúi þátttakenda í Reykjavíkurrannsókn Hjartaverndar sem hófst árið 1967. Reykjavíkurrannsóknin hefur skilað þjóðinni mikilvægum niðurstöðum sem munu gagnast í forvörnum hjarta- og æðasjúkdóma um ókomna tíð. Þá var fyrrum starfmanni Hjartaverndar Svandísi A. Jónsdóttur hjúkrunarfræðingi færðar þakkir fyrir frábært starf í þágu Hjartaverndar í 25 ár en hún lét af störfum seint á árinu.

Thor Aspelund tölfræðingur fór yfir helstu niðurstöður úr rannsóknum Hjartaverndar síðustu áratugina en stefnt er að birtingu þeirra niðurstaðna snemma á árinu 2008.

 

Á myndinni má sjá Vilmund Guðnason forstöðulækni Hjartaverndar, Jón G. Þórarinsson, Svandísi A. Jónsdóttur, Nikulás Sigfússon og Gunnar Sigurðsson formann stjórnar Hjartaverndar.

resize_of_picture_019.jpg