Forsíğa arrow Fréttir arrow Ağalfundur Hjartaverdar í september 2015
Ağalfundur Hjartaverdar í september 2015
Aðalfundur Hjartaverndar var haldinn þann 23. september. Vilmundur Guðnason forstöðulæknir og prófessor kynnti nýjan áhættureikni fyrir æðakölkun og sagði frá þeim möguleikum sem hann skapar í forvörnum hjarta- og æðasjúkdóma. Reiknirinn byggir á rannsóknum á um sjö þúsund einstaklingum af báðum kynjum. Með honum er hægt að reikna líkur á hvort æðakölkun í hálsslagæðum hjá þeim sem reiknast í miðlungs eða lágri áhættu geti leitt til hjartasjúkdóms á næstu 10 árum. Áhættureiknirinn hefur verið prófaður og sannreyndur í heilsugæslunni. 
 
Í nýrri stjórn Hjartaverndar sitja:
 • Arndís Steinþórsdóttir, hagfræðingur
 • Gunnar Sigurðsson, prófessor emeritus
 • Hilmar Björnsson, íþróttafræðingur
 • Karl Andersen, prófessor
 • Laufey Steingrímsdóttir, prófessor
Varamður er Ólafur Jóhann Ólafsson, aðstoðarforstjóri og rithöfundur.
 
Í fulltrúaráði sitja 10 manns:
 • Ása Ólafsdóttir, lögfræðingur
 • Bogi Ágústsson, fréttamaður
 • Elín Ólafsdóttir, dr med. læknir
 • Emil L. Sigurðsson, dr med. heimilislæknir
 • Guðmundur Þorgeirsson, prófessor
 • Geir Haarde, fv. forsætisráðherra
 • Katrín Pétursdóttir, forstjóri
 • María Baldursdóttir, söngkona
 • Ríkharður Jónsson, málarameistari
 • Sveinn Magnússon, yfirlæknir
 • Unnur Sigtryggsdóttir, hjúkrunarfræðingur