ForsÝ­a arrow FrÚttir arrow 2.000 ■ßtttakendur komnir
2.000 ■ßtttakendur komnir

Öldrunarrannsókn Hjartaverndar: Tvö þúsund þátttakendur komnir
Gert er ráð fyrir að framkvæmdin taki 4 -5  ár og að heildarfjöldi þátttakenda verði á bilinu 8-10 þúsund. Þátttakendur í rannsókninni koma í 3 heimsóknir í Hjartavernd. að fá starfsfólk Hjartaverndar heim til sín og er þá hluti af rannsókninni framkvæmdur.

Frá Öldrunarrannsókn Hjartaverndar
Hjartavernd tók á dögunum á móti sínum tvö þúsundasta þátttakanda í Öldrunarrannsókn Hjartverndar. Öldrunarrannsókn Hjartaverndar er áfangi Hóprannsóknar Hjartaverndar. Hóprannsókn Hjartaverndar er umfangsmesta faraldsfræðilega hóprannsókn sem framkvæmd hefur verið á Íslandi og hófst hún árið 1967. Öldrunarrannsókn Hjartaverndar er samstarfsverkefni Hjartaverndar og Öldrunarstofnunar bandaríska heilbrigðisráðuneytisins og nýtur einnig stuðnings íslenskra heilbrigðisyfirvalda. Í rannsókninni eru öll helstu líffærakerfi skoðuð. Heilbrigði öldrunar er skoðað sérstaklega og reynt að fá svar við þeirri spurningu: Hvað stuðlar að heilbrigði á efri árum? Þessi rannsókn er sú stærsta sinnar tegundar sem hefur verið framkvæmd í heiminum. Framkvæmd hennar hófst fyrir rúmi ári. Gert er ráð fyrir að framkvæmdin taki 4 -5  ár og að heildarfjöldi þátttakenda verði á bilinu 8-10 þúsund. Þátttakendur í rannsókninni koma í 3 heimsóknir í Hjartavernd.
Ef þátttakendur hafa ekki tök á að koma í Hjartavernd þá er hægt að fá starfsfólk Hjartaverndar heim til sín og er þá hluti af rannsókninni framkvæmdur.

Hjartavernd vill koma á framfæri þakklæti til þeirra sem hafa komið og tekið þátt í rannsókninni og þar með gert kleift að framkvæma þessa rannsókn.