ForsÝ­a arrow FrÚttir arrow 112 dagurinn 11.2
112 dagurinn 11.2
 112 dagurinn er í dag föstudaginn 11. febrúar
 
Neyð er frábrugðin daglegu lífi, þar sem m.a. heilsu, mannslífum eða eignum er ógnað. Undir slíkum kringumstæðum ber að hringja í Neyðarlínuna 112.

Á hverjum einasta klukkutíma, hvern einasta dag ársins verða slys eða skyndileg veikindi þar sem t.d. hjartastopp eða meðvitunarleysi koma upp hjá einstaklingum. Slíkt gerir sjaldan boð á undan sér, það veit sá sem í því lendir. Þá er mikilvægt að vita hvert ber að leita og vera öruggur um að sá sem við tilkynningunni tekur kunni að bregðast við og leita eftir réttum aðila til hjálpar.
Til þess er Neyðarlínan 112.
Föstudaginn 11. febrúar, verður þjónusta Neyðarlínunnar 112 kynnt almenningi með sérstakri dagskrá í Smáralind og hefur hún fengið yfirskriftina 112 dagurinn 2005. Hann er nú haldinn í fyrsta skipti á Íslandi, en ætlunin er að 112 dagurinn verði árviss viðburður í febrúar héðan í frá.

112 dagurinn 2005.Dagskrá 
KRANSÆÐASTÍFLA Fyrstu viðbrögð skipta höfuðmáli er einn af bæklingum Hjartaverndar í ritröð bæklinga um áhættuþætti. Bæklingurinn sem gefinn er út í samvinnu við Brjóstverkjamóttöku Landspítala-háskólasjúkrahús við Hringbraut. Í bæklingnum er m.a. sagt frá einkennum kransæðastíflu og viðbrögðum við brjóstverk. Hann er í heild sinni á heimasíðu okkar, einnig er hægt að panta eintök á Ůetta netfang er vari­ fyrir ruslrafpˇsti, ■˙ ■arft a­ hafa Javascript virkt til a­ sko­a ■a­
KRANSÆÐASTÍFLA Fyrstu viðbrögð skipta höfuðmáli