Advertisement 
Home arrow News arrow Reykjavķkur Maražon 2017
Reykjavķkur Maražon 2017
Hlaupið til góðs - Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka.2017

Hlaupið til góðs - Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka.
Hið árlega Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram laugardaginn 20. ágúst næstkomandi. Að venju gefst hlaupurum að safna áheitum og hlaupa þannig til góðs. Hjartavernd hvetur alla þá sem ætla að taka þátt í maraþoninu að tilgreina Hjartavernd sem sitt góðgerðarfélag og leggja þannig sitt af mörkum í baráttunni við hjarta- og æðasjúkdóma. Allir velunnarar Hjartaverndar eru jafnframt hvattir að heita á sína hlaupara.

Hægt er að heita á hlaupara á www.hlaupastyrkur.is 
Til að hlauparar geti safnað áheitum í gegnum www.hlaupastyrkur.is þurfa þeir fyrst að skrá sig í hlaupið á www.marathon.is

Þeir sem hlaupa fyrir Hjartavernd færum við okkar innilegustu þakkir og velgengni í hlaupinu.

Markmið Hjartaverndar hefur alla tíð verið skýrt og ekkert breyst á þeim 50 árum sem liðin eru frá stofnun félagsins, það er að finna helstu áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma og efla forvarnir á því sviði. Ein besta forvörn hjarta- og æðasjúkdóma er að hreyfa sig reglulega.