Advertisement 
Home arrow News arrow Hjartadagshlaupiš 2017
Hjartadagshlaupiš 2017
Hjartadagshlaupið fer fram laugardaginn 23. september

Hjartadagshlaupið
Laugardaginn 23. september kl. 10 verður hjartadagshlaupið ræst. Boðið er upp á 5 og 10 km vegalengdir og verður þátttaka ókeypis eins og áður. Hlaupið verður ræst frá bílaplaninu við Smáraskóla við Kópavogsvöll. Skráning í hlaupið fer fram á netskraning.is og við stúkuna fyrir hlaup frá klukkan 9 en hlaupið hefst klukkan 10.
Verðlaun verða veitt fyrir efstu sæti. Þegar úrslit liggja fyrir verður hægt að sjá þau á hjarta.is og timataka.is.

Sama dag verður hjartadagsganga og verður lagt af stað við gömlu rafstöðina í Elliðarárdal. Göngustjórar verða starfsmenn Hjartaheilla.