ForsÝ­a arrow Atvinna
Atvinna

Starfsmenn Hjartaverndar eru rúmlega þrjátíu. Starfsfólk samanstendur af fólki með ólíka menntun sem í sameiningu vinnur að því að framkvæma rannsóknir á sem vísindalegastan og áreiðanlegastan hátt. Í Hjartavernd starfa m.a. læknar, lífeindafræðingar, líffræðingar, tölfræðingar, verkfræðingar, geislafræðingar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og fólk úr ýmsum öðrum starfstéttum.

Starfsmenn Hjartaverndar vinna að ýmsum verkefnum, eins og við Öldrunarrannsókn Hjartaverndar, við áhættumat, á rannsóknarstofu Hjartaverndar, við myndgreiningardeild, á skrifstofu, við fræðslumál, við úrvinnslu ganga, gæðastjórnun, fjármálastjórnun og ýmis samstarfsverkefni sem Hjartavernd tekur þátt í svo dæmi séu tekin. 

Í augnablikinu eru engin störf laus.